fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Þorsteinn tekur við landsliðinu – Þetta verður teymið hans

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 10:00

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur ráðið Þorstein Halldórsson sem þjálfara A landsliðs kvenna og hefur hann þegar hafið störf. KSÍ hefur leitað að nýjum þjálfara síðustu vikur.

Jón Þór Hauksson lét af störfum eftir að liðið tryggði sig inn á Evrópumótið 2022 undir lok síðasta árs, trúnaðarbrestur var á milli hans og leikmanna liðsins.

Þorsteinn, sem er fæddur árið 1968, er reynslumikill þjálfari með UEFA A þjálfaragráðu. Þorsteinn hafði þjálfað hjá KR í fimm ár þegar hann tók við meistaraflokksliði kvenna hjá Breiðabliki árið 2014, en hafði áður m.a. starfað hjá Þrótti og Haukum. Hann stýrði liði Breiðabliks til Íslandsmeistaratitla árin 2015, 2018 og 2020, og til bikarmeistaratitla árin 2016 og 2018. Liðið komst einnig í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar árið 2019. Þorsteinn á sjálfur að baki yfir 200 leiki, þar af 150 í efstu deild, í meistaraflokki með Þrótti N., KR, FH og Þrótti R. og hefur leikið fyrir U19 og U21 landslið Íslands.

Ásmundur Haraldsson, fyrrum aðstoðarþjálfari A kvenna, verður aðstoðarmaður Þorsteins. Ásmundur var aðstoðarþjálfari A landsliðs kvenna árin 2013 til 2018.

Fyrstu leikir A landsliðs kvenna á árinu 2021 eru þrír leikir á æfingamóti í Frakklandi, en þar mætir liðið Frakklandi, Sviss og Noregi. Undankeppni HM 2023 hefst síðan í haust, en dregið verður í riðla í vor.

Þá verður Ólafur Pétursson áfram markmannsþjálfari liðsins en hann hefur unnið náið með Þorsteini í Kópavoginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa
433Sport
Í gær

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Í gær

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls
433Sport
Í gær

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn