fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Magnaður Ronaldo setti nýtt met í gær – Svona hefur hann farið að því

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 09:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmaður númer 7 er orðinn leikmaður númer eitt, Cristiano Ronaldo varð í gær markahæsti leikmaður í sögu fótboltans. Þessi 35 ára gamli leikmaður skoraði eitt mark í 2-0 sigri Juventus á Napoli, í úrslitaleik Ofurbikarsins á Ítalíu.

Enn einn bikarinn í safn Ronaldo og metið góða sem hann tók af Josef Bican sem skoraði 759 mörk frá 1931 til 1955. Ronaldo hefur nú skorað 760 mörk á ferli sínum.

Fyrir hverja hefur hann skorað?

Ronaldo hefur spilað fyrir stærstu liðin í Portúgal, Englandi, Spáni og á Ítalíu. Ronaldo hóf leik sinn með Sporting og skoraði fimm mörk í 31 leik.

Manchester United festi kaup á sínum og hann skoraði 118 mörk fyrir Rauðu djöfluna í Manchester, það vakti áhuga Real Madrid sem keypti hann.

Á Spáni lék Ronaldo í níu ár og skoraði 450 mörk í 438 leikjum. Fyrir Portúgal hefur hann skora 102 mörk og hjá Juventus eru mörkin orðinn 85.

Elskaði að skora gegn Sevilla:

Þegar Ronaldo yfirgaf Real Madrid var því helst fagnað hjá Sevilla. Ronaldo skoraði 27 mörk gegn Sevilla þegar hann var á Spáni, hann hefur ekki skorað meira gegn neinu öðru félagi. Ronaldo mistókst að skora gegn Sevilla í fimm leikjum en bætti það upp með fjórum þrennum og í eitt skiptið skoraði hann fjögur mörk.

Ronaldo skoraði 25 mörk gegn Atletico Madrid, 23 gegn Getafe og 20 gegn bæði Celta Vigo og Barcelona.

Hvernig komu mörkin:
Hægri fæti – 488 (64.21 prósent)
Vinstri fæti – 139 (18.29 prósent)
Skallanum – 131 (17.24 prósent)
Hendinni- 1 (0.13 prósent)
Annað – 1 (0.13 prósent)

Úr opnum leik – 570 (75 prósent)
Vítaspyrnur – 133 (17.50 prósent)
Auakaspyrnur – 57 (7.50 prósent)

Heima eða úti, skiptir ekki máli:

Það skiptir Ronaldo litlu sem engu máli hvort leikurinn fari fram á heimavelli eða útivelli, Ronaldo hefur skorað 53,95 prósent af mörkum sínum á heimavelli. 40 prósent af þeim hafa komið á útivelli en 46 mörk hafa komið á hlutlausum velli.

Tími leiksins skiptir máli í mörkum Ronaldo, 92 mörk hafa komið á fyrstu 15 mínútunum. 122 hafa komið á frá mínútum 16 til 30.

Ronaldo hefur skorað 115 mörk frá 31 mínútu og til hálfleiks. 116 mörk hafa komið á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleik.

Ronaldo hefur svo skorað 131 mörk á mínútum 61 til 75. Flest mörk koma svo undir lok leiks en 178 mörk hafa komið á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“

Hefur fulla trú á sínu liði gegn ógnarsterkum andstæðingi – „Þurfum að horfa á okkur sjálfa en ekki of mikið á þá“
433Sport
Í gær

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“

Ósáttir með byrjunina en fullir sjálfstrausts – „Við þurfum að bæta okkar leik“