fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Yfirgnæfandi líkur á að Lampard verði næstur til að verða rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 08:26

Frank Lampard /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru taldar meiri líkur á því að Chelsea reki Frank Lampard úr starfi frekar en að Newcastle láti Steve Bruce fara.

Chelsea hefur gengið illa undanfarnar vikur og er staða Lampard sögð í hættu, þessi goðsögn hjá Chelsea er á sínu öðru ári í starfi.

Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

Chelsea tapaði 2-0 gegn Leicester á útivelli í gær, Chelsea byrjaði tímabilið vel en það hefur hallað hressilega undan fæti.

Veðbankar í Englandi telja yfirgnæfandi líkur á því að Lampard sé næstur í röðinni þegar kemur að þeim stjórum sem verða reknir.

Líklegastir til að verða reknir:
Frank Lampard
Steve Bruce
Chris Wilder
Roy Hodgson
Nuno Espirito Santo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið