fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Hætti vegna þess að Eiður Smári hætti

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli á dögunum þegar Atli Guðnason einn allra besti leikmaður í sögu íslenska fótboltans ákvað að leggja skóna á hilluna.

Atli fagnar 37 ára afmæli sínu á þessu ári en hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki FH árið 2004 þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Atli varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH og tvisvar bikarmeistari. Í viðtali við RÚV segir Atli stærstu ástæðu þess að hann hætti núna vera þá staðreynd að Eiður Smári Guðjohnsen hafi hætt sem þjálfari FH í desember. Eiður hafði tekið við liðinu ásamt Loga Ólafssyni um mitt síðasta sumar.

Eiður og Logi náðu góðum árangi en eftir tímabilið var ákveðið að Eiður Smári tæki einn við liðinu, hann lét svo af störfum í desember þegar hann var ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.

„Ég held að þetta sé ágætis tímapunktur. 36 ára og búinn að vera í þrjú ár í hálfgerðu aukahlutverki,” segir Atli við RÚV.

„Ég var svolítið spenntur að vera með Eið Smára áfram. Ég hugsa að ég hefði haldið áfram ef hann hefði verið. En svona þegar hann steig frá borði þá fannst mér bara ágætt að segja þetta gott,” segir Atli.

Mynd: Eyþór

Hann lofsyngur Eið Smára svo og segir. „Hann er bestur Íslendinga í fótbolta í sögunni. Ef maður getur ekki lært af honum þá getur maður af engum lært,” segir Atli.

„Eiður er stærsta stjarnan og þegar það kemur svoleiðis maður inn þá stíga menn upp. Eftir að Eiður Smári og Logi koma inn er Lennon ótrúlegur. Hann hefði slegið þetta markamet ef mótið hefði verið klárað. Enginn spurning,” segir Atli.

Þegar Eiður Smári var að tala fór Atli oftar en ekki að velta því fyrir sér hvaðan þetta kæmi „Eiður sá um æfingar. Sá um að halda mönnum á tánum á æfingum. Á fundum töluðu þeir svo báðir. Logi er náttúrulega léttur, kemur með létta stemningu allstaðar þar sem hann er. Eiður kemur með hinn pólinn, sterkan karakter sem heldur mönnum á tánum. Með fáránlega visku. Maður var oft að velta fyrir sér: „Hvaðan ætli þetta komi? Ætli þetta sé Mourinho eða Guardiola?,” segir Atli við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton