fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Pogba hatar að vera á bekknum hjá United – „Ég er sigurvegari“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 13:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hata að vera á bekknum, ég kann ekki vel við það,“ segir Paul Pogba, miðjumaður Manchester United. Hann upplifði talsverða bekkjarsetu í upphafi tímabils hjá Manchester United.

Mino Raiola, umboðsmaður hans steig fram í desember og sagði að Pogba vildi fara sem fyrst félaginu. Síðan þá hefur miðjumaðurinn í raun spilað sinn besta fótbolta lengi.

Pogba virðist vera á leið burt frá United í sumar en hann hefur spilað vel síðustu vikur. „Ég þoli bara ekki að vera á bekknum, ég veit alveg að aðrir leikmenn eiga skilið að spila.“

„Ég er sigurvegari, ég vil bara spila fótbolta. Ég vil hjálpa liðinu, þegar ég er á bekknum og kem ekki við sögu þá get eég ekkert hjálpað. Mér líður illa þá.“

Síðasta ár var erfitt fyrir Pogba sem var lengi meiddur og fékk svo COVID-19 veiruna. „Síðasta ár var mér erfitt, ég var meiddur og fólk vissi ekki hvað ég gekk í gegnum. Ég spilaði meiddur og reyndi mitt besta.“

„Það var skrýtið að koma til baka og vera með nánast nýjan ökkla. Ég reyndi að koma sterkur til baka.“

„Síðan fékk ég COVID, ég var ekki í góðu formi og liðinu gekk ekki vel. Við erum að komast í gott form.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Drullar yfir Gary Neville – „Ummæla-niðurgangur“

Drullar yfir Gary Neville – „Ummæla-niðurgangur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag aftur til Hollands

Ten Hag aftur til Hollands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Starf Edu strax í hættu
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun
433Sport
Í gær

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn