fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 20:00

Leikmenn Tottenham og West Ham, brutu sóttvarnarlög yfir hátíðarnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt aðatvinnumenn í knattspyrnu séu ofdekruðbörn sem kunni ekki að fara eftir reglum. Á Englandi hafa yfirvöld nú sent aðvörun tilfélaga í ensku úrvalsdeildinni, ástæðan er ítrekuð sóttvarnabrot leikmanna ídeildinni. Englendingar eru íkrísu vegna kórónuveirunnar og er útgöngubann í landinu,þrátt fyrir það fær enska úrvalsdeildin að halda áfram að spila. Það gæti þó breyst ef leikmenn taka sig ekki samaní andlitinu og fara að hlýða reglum. Ítrekuð brot á síðastaári og nú í kringum jólin eru kornið sem hefur fyllt mælinn hjá yfirvöldum sem vilja sjábreytingu, og það í hvelli.

Jólaboð gerði allt vitlaust
Yfir jólahátíðina voru strangarreglur í Bretlandi, bannað varað hittast í hópum og ekki mátti bjóða fólki í heimsóknyfir jólin. Á þessi skilaboð hlustuðu leikmenn Tottenham og West Ham ekki. Giovani Lo Celso, Erik Lamela og Sergio Reguilon, leikmenn Tottenham, hittust allir í gleðskap á jóladag, þar var líka Manuel Lanzini, leikmaður West Ham. Lo Celso, Lamela og Lanzini koma allir frá Argentínu.Þessir fjórir leikmenn ásamt fjölskyldu og vinum fögnuðu jólunum saman, hið minnsta fimmtán fullorðnir einstaklingar voru á svæðinu. „Við erum mjög vonsviknir og fordæmum þessa hegðun,“ sagðií yfirlýsingu frá Tottenham eftir að mynd úr gleðskapnumbirtist í enskum blöðum.

Jose Mourinho stjóri Tottenham var einnig sár og svekktur, hann stóð meðal annars í þeirri trú að Reguilon myndi eyða jólunum einn. Fjölskylda Reguilon er enn á Spáni eftirað hann kom til Englands í október, sökum þess ákvað Mourinho að kaupa jólamat fyrir leikmann sinn og afhenti honum hann á æfingu á jóladag. Stjórinn var gjörsamlega grunlaus um að Reguilon væri búinn að melda sig inn í kolólöglegan hitting. Tottenhamá kvað að sekta leikmenninaum væna summu og ljóst er að þeir þurfa að vinna sér inn traust hjá Mourinho, sem er þekktur fyrir að vera langrækinn.

Bjáninn sem brýtur reglurnar
Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, ákvað að blása til gamlárspartís fram eftir nóttu, þvert á sóttvarnareglur Bretlands. Hann ásamt unnustu sinni bauð til veislu þar sem nokkur fjöldi gesta mætti og kokkur var ráðinn til þess að elda ofan í mannskapinn. Á miðnætti skaut svo Mendy upp flugeldum sem nágrannar hans segja hafa verið sýningu fyrir alla í hverfinu, það stóð lengi yfir og lætin voru mikil.

Það sem vakti reiði margra var að Mendy hafði dagana á undan umgengist fjöldann af COVID-19 sýktum einstaklingum. Leik Manchester City hafði verið frestað þar sem fimm leikmenn og fjöldi starfsmanna félagsins hafði greinst með veiruna. Ensk götublöð fengu veður af þessum gleðskap og sendu ljósmyndara á svæðið, þar mátti sjá þrjár stúlkur yfirgefa heimili hans klukkan 06.00 að morgni nýárs og tvær stúlkur yfirgáfu heimili hans þegar klukkan var að ganga átta.

„Það voru læti alla nóttina og það heyrðist vel að stelpurnar nutu sín. Flugeldasýning hans var eflaust rándýr því hún stóð lengi yfir. Gleðskapurinn var langt fram eftir morgni, Mendy er fífl fyrir að brjóta reglurnar svona,“ sagði nágranni hans. Þetta var í annað sinn sem Mendy brýtur sóttvarnalög en í október hélt hann gleðskap þvert á þær reglur sem þá voru í gildi.

Brot á brot ofan
Á síðasta ári þegar harðar reglur voru í gildi vegna CO­VID-19 voru ítrekuð brot stjarnanna í enska boltanum í fréttum. Frægasta dæmið var þegar Phil Foden og Mason Greenwood rufu sóttkví hér á Íslandi. Í ferðalagi með enska landsliðinu ákváðu leikmennirnir að bjóða tveimur íslenskum stúlkum á Hótel Sögu.

Kyle Walker, leikmaður enska landsliðsins og Manchester City, játaði í mars að hafa keypt þjónustu hjá vændiskonum á meðan útgöngubann var í gildi í Bretlandi. Reglurnar voru skýrar um að ekki mætti bjóða fólki heim til sín, en Walker ákvað þrátt fyrir það að fá tvær vændiskonur heim til sín á þriðjudagskvöldi. Walker borgaði þeim Louise McNamara og ónefndri brasilískri konu samtals 2.200 pund fyrir heimsóknina. Það eru rúmlega 400 þúsund íslenskar krónur.

Stjarna Aston Villa á síðasta tímabili, Jack Grealish, hvatti fólk til þess að halda sig heima vegna kórónuveirunnar í mars, en þá var útgöngubann í Bretlandi. Grealish var þó greinilega ekki að hlusta á sjálfan sig, þar sem hann fór sjálfur út daginn eftir. Ekki nóg með að hann hafi brotið reglur útgöngubannsins heldur klessti hann líka glæsilega Range Rover bifreið sína. Götublöðin á Englandi sögðu að Grealish hefði klesst á tvo kyrrstæða bíla eftir að hafa verið í gleðskap hjá Ross McCormack, fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá Aston Villa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

United íhugar að skipta við Juventus

United íhugar að skipta við Juventus
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi