fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Sýndi 7 milljónum manna hversu pirraður hann er í raun og veru

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli miðjumaður Tottenham virðist vera kominn með upp í kok af því að halda varamannabekknum heitum á þessu tímabil. Hann birti mynd til að undirstrika pirring sinn í gærkvöldi.

Tottenham og Fulham mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikið var á Tottenham Hotspur Stadium. Harry Kane, kom Tottenham yfir með marki á 25. mínútu eftir stoðsendingu frá Sergio Reguilón.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 74. mínútu þegar að Ivan Cavaleiro, jafnaði leikinn fyrir Fulham með marki eftir stoðsendingu frá Ademola Lookman. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Alli kom ekkert við sögu í leiknum en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á þessu tímabili, oftar en ekki hefur hann ekki einu sinni þótt nógu góður til að verma bekkinn. Alli birti mynd af sér fúlum á svip eftir tapið en hann er með 7,2 milljónir fylgjenda á Instagram.

Möguleiki er á að Alli fari frá Tottenham nú í janúar en hann vill ólmur komast inn á knattspyrnuvöllinn. Myndina sem hann birti má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga