fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Félagi Arons Einars greinist ungur að árum með krabbamein – „Ég stend með þér vinur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sol Bamba varnarmaður Cardiff hefur greinst með non-Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein. Frá þessu greindi félag hans í gær.

Þessi 35 ára varnarmaður hefur nú þegar hafið lyfjameðferð vegna meinsins sem nú hrellir hann. „Það er með sorg í hjarta sem við greinum frá því að Sol Bamba hefur greinst með non-Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein,“ sagði í yfirlýsingu Cardiff í gær.

„Með stuðningi félagsins þá hefur Sol nú þegar hafið lyfjameðferð sína.“

Bamba virðist elskaður og dáður af þeim hann spilar með en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands var samherji Bamba frá 2016 til 2019. Hann sendir vini sínum baráttakveðjur. „Ég stend með þér vinur,“ skrifar Aron Einar á Instagram.

„Bamba er elskaður af liðsfélögum, starfsfólki og stuðningsmönnum Cardiff. Sol hefur hafið baráttuna með jákvæða hugarfar sitt að vopni og verður mikilvægur hluti af Cardiff fjölskyldunni,“ sagði í yfirlýsingu Cardiff.

Bamba hóf feril sinn með PSG en hann hefur einnig spilað með Hibernian, Leicester og Leeds á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli

Djarfur klæðaburður stjörnunnar í nýju tónlistarmyndbandi vekur athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Í gær

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að
433Sport
Í gær

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United