fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
433Sport

Blóð á tönnum Cavani eftir leikbann – Hið minnsta tveir snúa til baka úr meiðslum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edinson Cavani framherji Manchester United hefur tekið út leikbann sitt og getur reimað á sig takkaskóna þegar liðið mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United getur komist á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í 40 mánuði á morgun, United situr í öðru sæti deildarinnar með 33 stig líkt og Liverpool sem situr á toppnum.

„Edinson hefur æft mjög vel á meðan hann var í banni, hann fékk frí um helgina en er klár í slaginn. Hann er öðruvísi kostur, ég er glaður að fá hann aftur. Hann hefur lagt sitt að mörkum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.

Cavani var dæmdur í bann fyrir færslu á Instagram, bannið hefur þótt umdeilt sökum þess að Cavani notaði orðið „negrito“ sem er ekki rasískt í heimalandi hans Úrúgvæ en í Bretlandi er það rasískt.

Cavani var rétt að komast í gang þegar hann fór í leikbann. „Hann verður mikilvægur og hans tímabil byrjar í raun á morgun.“

Luke Shaw og Victor Lindelöf hafa jafnað sig af meiðslum en óvíst er með Paul Pogba og Eric Bailly. „Eric og Paul æfðu ekki alla æfinguna, Luke og Victor æfðu alla æfinguna.“

„Ég er með mikið magn af leikmönnum, við tökum stöðuna hjá Paul og Eric á morgun.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester City tyllti sér á toppinn með sigri á Aston Villa – Nær Manchester United að svara í kvöld

Manchester City tyllti sér á toppinn með sigri á Aston Villa – Nær Manchester United að svara í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ögmundur nýtti tækifærið í byrjunarliði og hélt hreinu í sigri

Ögmundur nýtti tækifærið í byrjunarliði og hélt hreinu í sigri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lið ársins á Englandi nú þegar mótið er hálfnað

Lið ársins á Englandi nú þegar mótið er hálfnað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnumenn dæmdir í tveggja ára fangelsi – Tóku upp myndband af trekant með konu

Knattspyrnumenn dæmdir í tveggja ára fangelsi – Tóku upp myndband af trekant með konu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var rekinn eftir að það fréttist af honum á djamminu í Reykjavík

Var rekinn eftir að það fréttist af honum á djamminu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þekkir bæði Ronaldo og Messi – Þetta er munurinn á þeim sem persónum

Þekkir bæði Ronaldo og Messi – Þetta er munurinn á þeim sem persónum
433Sport
Í gær

Leicester á toppnum eftir sigur á Chelsea – Lampard gæti verið rekinn

Leicester á toppnum eftir sigur á Chelsea – Lampard gæti verið rekinn
433Sport
Í gær

Reykjavíkurmótið: Óskar Örn með þrennu er KR vann Fjölni – Víkingar unnu stórsigur á Þrótti

Reykjavíkurmótið: Óskar Örn með þrennu er KR vann Fjölni – Víkingar unnu stórsigur á Þrótti