
Mirror hefur tekið saman lista yfir þá tíu leikmenn sem þéna mest í ensku úrvalsdeildinni.
Það er óhætt að segja að um svimandi háar upphæðir séu að ræða. Sá launahæsti, Cristiano Ronaldo, þénar tæpar 90 milljónir íslenskra króna á viku.
Hér fyrir neðan má sjá listann. Um vikulaun í breskum pundum er að ræða.
9-10. Paul Pogba – 290 þúsund pund

9-10. N’Golo Kante – 290 þúsund pund

7-8. Jack Grealish – 300 þúsund pund

7-8. Raheem Sterling – 300 þúsund pund

6. Romelu Lukaku – 325 Þúsund pund

5. Raphael Varane – 340 þúsund pund

4. Jadon Sancho – 350 þúsund pund

3. David De Gea – 375 þúsund pund

2. Kevin De Bruyne – 400 þúsund pund

1. Cristiano Ronaldo – 510 þúsund pund
