fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Heimir Guðjónsson verður þjálfari Vals á næstu leiktíð – „Það er 100 prósent“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. september 2021 09:32

Heimir Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð. Þetta staðfestir Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals í samtali við 433.is í dag.

Miklar vangaveltur hafa verið í kringum framtíð Heimis eftir slakt gengi í deildinni undanfarið. Sögurnar fóru svo á flug eftir að Valur tapaði gegn Vestra í bikarnum í vikunni.

„Það verða engar breytingar, það er 100 prósent,“ sagði Börkur Edvardsson í stuttu samtali við 433.is í dag.

Heimir er að klára sitt annað tímabil sem þjálfari Vals og verður áfram í starfi á næstu leiktíð. Heimir er sigursælasti þjálfari Íslands í seinni tíð.

Heimir stýrði FH um langt skeið en yfirgaf félagið árið 2017 og hélt þá til Færeyja í tvö ár þar sem hann varð meðal annars meistari sem þjálfari HB.

Heimir tók svo við Val fyrir tæpum tveimur árum og gerði Val að Íslandsmeistara árið 2020 en gengi sumarsins hefur verið vonbrigði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær

Sjáðu niðurlæginguna umtöluðu í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli

Tölfræði Sesko í nágrannaslagnum vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“

Lýsir átökum sínum við Hemma Hreiðars – „Öfugt við hann gat ég allavega beðist afsökunar“
433Sport
Í gær

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar

Komst að því á lygilegan hátt að maðurinn hennar hafði keypt sér þjónustu vændiskonu – Svona voru viðbrögð hennar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann

Stjarnan og Þróttur með sigra – Víkingur upp í efri hlutann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi

Sjáðu fallegt augnablik í dag – Meyr er hann tók við óvæntum glaðningi
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Fyrir 3 dögum

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað