fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max deild karla: Blikar unnu toppslaginn – Valsverjum tekst ekki að endurheimta titilinn

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 11. september 2021 22:15

Úr leik hjá Breiðabliki / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Val í sannkölluðum toppslag í efstu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikið var á Kópavogsvelli.

Það var nokkuð jafnt með liðunum framan af og markalaust í hálfleik.

Blikar fengu svo víti á 61. mínútu eftir mikið klúður í varnarleik Valsverja og Árni Vilhjálmsson fór á punktinn og skoraði örugglega fram hjá Hannesi í markinu.

Blikar voru mikið sterkari aðilinn eftir að hafa komist í forystu og bættu við öðru marki tíu mínútum síðar þegar að Kristinn Steindórsson skoraði eftir góðan undirbúning frá Jasoni Daða.

Árni Vilhjálmsson kórónaði frábæra frammistöðu Breiðablik með öðru marki sínu í leiknum og þriðja marki Blika þegar að fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þar við sat og lokatölur 3-0.

Breiðablik situr nú á toppi deildarinnar með 44 stig þegar að tvær umferðir eru eftir. Víkingar eru í 2. sæti með 42 stig og KR í því 3. með 38 stig.

Ljóst er að Valsverjum tekst ekki að endurheimta titilinn í ár en liðið er í 5. sæti með 36 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld