fbpx
Laugardagur 16.október 2021
433Sport

Guðlaugur Victor með bandið í jafntefli – Andri Rúnar fékk tækifæri í Íslendingaslag

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 19:07

Andri Rúnar Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru Íslendingalið í eldínunni í Danmörku og Þýskalandi í kvöld.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í jafntefli

Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði Schalke og lék allan leikinn í jafntefli gegn Aue í þýsku B-deildinni.

Dominick Drexler kom Schalke yfir á 32. mínútu en Sascha Hartel jafnaði fyrir Aue seint í leiknum.

Guðlaugur Victor og félagar eru í sjötta sæti með 4 stig eftir þrjá leiki í deildinni.

Jafnt í Íslendingaslag

Esbjerg og Horsens gerðu markalaust jafntefli í Íslendingaslag í dönsku B-deildinni.

Andri Rúnar Bjarnason var í byrjunarliði Esbjerg. Hann var að leika sinn fyrsta leik á tímabilinu. Ísak Óli Ólafsson var ekki með Esbjerg í leiknum vegna meiðsla.

Aron Sigurðarson var þá í byrjunariði Horsens í leiknum. Ágúst Eðvald Hlynsson var á varamannabekk liðsins.

Horsens er í fimmta sæti deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki. Esbjerg er í tíunda sæti með aðeins 2 stig eftir fjóra leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

,,Segið nafnið Guðjohnsen við hvern sem er á Íslandi og viðkomandi er vís til þess að svara með víkingaklappi“

,,Segið nafnið Guðjohnsen við hvern sem er á Íslandi og viðkomandi er vís til þess að svara með víkingaklappi“
433Sport
Í gær

Ágúst beið sultuslakur og skoðaði fréttir – ,,Þeir héldu mér heitum“

Ágúst beið sultuslakur og skoðaði fréttir – ,,Þeir héldu mér heitum“
433Sport
Í gær

Leikmaður Bayern dæmdur í sex mánaða fangelsi

Leikmaður Bayern dæmdur í sex mánaða fangelsi
433Sport
Í gær

Ronaldo vill að Benzema vinni gullboltann í ár

Ronaldo vill að Benzema vinni gullboltann í ár