fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Bjarni Guðjónsson snýr aftur til KR – Nú sem framkvæmdastjóri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. ágúst 2021 13:33

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Bjarni kemur til KR frá sænska félaginu IFK Norrköping, þar sem hann starfaði sem aðalþjálfari U19-liðs félagsins undanfarin misseri.

Áður var Bjarni aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu. Bjarni lét af störfum hjá KR í febrúar en snýr nú aftur.

„Við erum mjög ánægð með að geta boðið Bjarna velkominn til KR á ný. Bjarni hefur bæði gegnt hlutverki leikmanns og þjálfara hjá KR við góðan orðstír. Nú höfum við falið Bjarna annað hlutverk, að annast rekstur og leiða uppbyggingu okkar sögufræga félags. Við teljum Bjarna vel til þess fallinn, en sem framkvæmdastjóri nýtist menntun hans og reynslan sem hann hefur öðlast bæði innan félagsins og utan,“ segir Lúðvík S. Georgsson, formaður KR.

Bjarni er með BSc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og þjálfararéttindi frá UEFA. Bjarni mun hefja störf þann 1. september næstkomandi, en hann tekur við starfi framkvæmdastjóra af Jónasi Kristinssyni, sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra KR um árabil

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað