fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Guðjón sendir stjórnvöldum skilaboð: ,,Þetta er að fara að verða komið gott“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður ÍBV, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær. Þar ræddi hann meðal annars um það að þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst, annað árið í röð.

Það stefndi í að þjóðhátið myndi snúa aftur í ár eftir að hafa fengið frí í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Ríkisstjórn Íslands ákvað hins vegar á föstudag að skella aftur á samkomutakmörkunum sem verða til þess að ekki verður hægt að halda hana, að minnsta kosti ekki á tilsettum tíma. Þjóðhátíð átti að halda um næstu helgi.

Guðjón sagði í þættinum að hann héldi enn í vonina um að þjóðhátið yrði haldin síðar í einhverri mynd.

,,Vonandi verður haldin einhver þjóðhátið. Mér finnst landinn eiga það skilið. Ég ætla nú ekki að fara að henda einhverri bombu í loftið um mínar skoðanir varðandi allt þetta. Vonandi næst núna á næstu tveimur vikum að hefta þessa útbreiðslu og við getum farið að keyra hlutina í gang og haft gaman aftur.“

Í lok viðtalsins bauð Guðjón svo upp á stutt skilaboð til stjórvalda.

,,Þetta kemur á endanum en skilaboð til stjórnvalda, þetta er að fara að verða komið gott.“

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd/ÍBV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland

Breska ríkissjónvarpið setur stórt spurningamerki við að velja Ísland
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu