fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Fyrrum knattspyrnumaður ákærður fyrir ofbeldi í garð konu sem hefur tilkynnt um höfuðáverka

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 11:30

Joey Barton mætir í réttarsal á morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni sem tilkynnti um höfuðáverka. Hann mætir fyrir rétt vegna málsins á morgun.

Barton er knattspyrnustjóri Bristol Rovers á Englandi. Liðið leikur í D-deildinni á næstu leiktíð.

Á sínum tíma sem atvinnumaður lék Barton með liðum á borð við Marseille, Manchester City og Newcastle, svo eitthvað sé nefnt. Þá á hann að baki einn landsleik fyrir Englands hönd.

Þetta mál er alls ekki það fyrsta sem Barton kemur sér í vandræði fyrir. Hann fékk til að mynda dóm árið 2008 fyrir að ráðast á liðsfélaga sinn hjá Man City á æfingu. Þá sat hann inni fyrir aðra líkamsárás það sama ár.

Auk þess var Barton sífellt að koma sér í vandræði inni á knattspyrnuvellinum sjálfum, er hann var leikmaður á sínum tíma, fyrir slæma hegðun sína.

Joey Barton.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sagði upp störfum í Kóreu eftir magnaðan árangur

Sagði upp störfum í Kóreu eftir magnaðan árangur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín