fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

PSG verið duglegir á félagsskiptamarkaðnum í sumar – búnir að krækja í fimm leikmenn

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 19. júlí 2021 13:47

Sergio Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsku risarnir í PSG hafa verið duglegir á félagsskiptamarkaðnum í sumar en félagið hefur krækt sér í fimm nýja leikmenn hingað til. Mauricio Pochettino stjóri félagsins mun væntanlega vilja endurheimta titilinn úr klóm Lille sem vann óvænt deildina í fyrra.

Pochettino mun einnig hafa augastað á Meistaradeildartitlinum en það hefur lengi verið markmið eigenda klúbbsins að verða Evrópumeistarar. Það hafa fá lið í Evrópu nælt sér í fleiri sterkari leikmenn en Parísarbúarnir en þeir Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma, Achraf Hakimi, Georginio Wijnaldum og Danilo Pereira gengu allir til liðs við félagið í sumar.

Það voru einhverjar sögusagnir um að Lionel Messi væri einnig á leið til Parísar en sú reyndist ekki raunin. Messi skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Barcelona.

PSG hefur þegar spilað tvo leiki á undirbúningstímabilinu. Þeir unnu Le Mans 4-0 og gerðu 2-2 jafntefli við FC Chambly. Pochettino gaf nokkrum af ungu leikmönnum liðsins tækifæri í leikjunum en margir fastamenn liðsins eru fjarri góðu gamni. Ungstirnið Xavi Simons lék báða leikina gegn Le Mans og FC Chambly og skoraði mark í sitthvorum leiknum.

Pochettino hefur þegar gefið til kynna að það sé mikilvægt að veita ungum leikmönnum tækifæri. „Þetta hafa verið ákafar æfingar í vikunni, sumir leikmenn voru þreyttir en það er mjög mikilvægt að sjá að ungu leikmennirnir okkar eru ólmir í að sanna sig,“ sagði Pochettino. „Það er í mínum verkahring að koma þessum ungu leikmönnum inn í liðið. Landsliðsmennirnir okkar þurfa á hvíld að halda svo að við getum átt gott tímabil. Þeir fara að detta aftur inn.“

PSG munu leika úrslitaleikinn í franska ofurbikarnum gegn Lille þann 1. ágúst næstkomandi. Það vilja eflaust margir fá að sjá ungu efnin í leiknum, en Pochettino segist ekki vera að hugsa um það. ,,Ég er ekkert að spá í það núna,“ sagði hann.

Fram undan er annar vináttuleikur gegn þýska liðinu FC Augsburg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rudiger orðaður við Chelsea

Rudiger orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Í gær

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum
433Sport
Í gær

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði

Íhuga að reka annan stjórann á nokkrum mánuðum og eru með áhugavert nafn á blaði
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn