Leonardo Bonucci var í miklu stuði á blaðamannafundi í fyrrakvöld eftir sigur Ítalíu á Englandi í úrslitaleik Evrópumótsins.
Bonucci skoraði jöfnunarmark Ítala í leiknum. Liðið sigraði svo í vítaspyrnukeppni.
Á blaðamannafundi eftir leik tók varnarmaðurinn upp bæði flösku af Coca-Cola og Heineken og fékk sér. Hann hafði minni áhuga að hlusta á þær spurningar sem einn blaðamaður bauð upp á. Ativikið má sjá neðst í fréttinni.
Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum bæði Coca-Cola og Heineken á mótinu. Fyrirtækin eru stórir styrktaraðilar EM.
Cristiano Ronaldo vildi ekki sjá kók-flösku fyrir framan sig á einum blaðamannafundinum. Það sama átti við um Paul Pogba og Heineken-flösku á öðrum fundi.
Of course there were some bottle antics in the last press conference at Euro 2020 🤣 pic.twitter.com/DvhlNPUBiI
— Mirror Football (@MirrorFootball) July 13, 2021