fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Guðný kynnt til leiks hjá Milan – ,,Tilbúin til að spila fyrir þetta risafélag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 11. júlí 2021 10:39

Guðný Árnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir var í gær kynnt til leiks hjá ítalska stórliðinu AC Milan.

Guðný kom til Milan í byrjun árs. Hún var hins vegar lánuð út til Napoli út síðustu leiktíð. Nú er hún klár í að taka stóra skrefið og spila með Milan.

,,Það er frábært að vera hér. Það er góð tilfinning að vera hér, öll sagan, þetta er frábært félag. Ég vil hjálpa liðinu að ná lengra og vonandi getum við gert eitthvað í ár,“ sagði Guðný í viðtali við heimasíðu ítalska félagsins.

Guðný segir að reynslan hjá Napoli hafi komið sér vel upp á framhaldið. ,,Ég er meira tilbúin til að spila fyrir þetta risafélag.“ 

Hin 21 árs gamla Guðný var hjá Sindra fram til 13 ára aldurs en kláraði yngri flokka í FH. Hún fór hins vegar í Val áður en hún tók skrefið til Ítalíu.

Guðný á að baki 10 landsleiki fyrir A-landslið Íslands, sem og leiki fyrir yngi landslið.

Viðtalið við Guðnýu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Í gær

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar