fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Salah vildi fara en Liverpool bannaði það

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 12:55

Mohamed Salah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið svekkelsi á meðal forráðamanna knattspyrnusambands Egyptalands yfir ákvörðun Liverpool, enska félagið hefur bannað Mo Salah að taka þátt í Ólymp­íu­leik­un­um í sumar.

Egyptar höfðu vonast eftir því að fá Salah með sér á leikana og vildi leikmaðurinn sjálfur ólmur fara.

„Við höfum verið í viðræðum við Liverpool um langt skeið enda vildi Salah fara á leikana, þeir gáfu okkur aldrei nein svör. Það er mánuður síðan ég vissi af því að þetta myndi ekki ganga upp,“ sagði Ah­med Mega­hed formaður egypska sambandsins.

Shawky Gharib þjálfari liðsins hafði ætlað að byggja lið sitt upp í kringum Salah. „Ég reyndi ítrekað að sannfæra forráðamenn Liverpool en þeir höfnuðu þessu. Salah vildi ólmur fara á leikana, hann tjáði mér það og ég reyndi að sannfæra hann,“ sagði Gharib.

Liverpool mun ekki geta stöðvað Salah í janúar þegar Afríkukeppnin fer fram og mun hann þá missa úr nokkrum leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot