fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Szczesny gripinn glóðvolgur – Hefur áður verið sektaður

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wojciech Szczesny, markmaður Pólverja, var gripinn glóðvolgur að reykja sígarettu nokkrum klukkustundum fyrir leikinn gegn Spánverjum.

Pólski markvörðurinn hélt á sígarettupakka í höndinni þegar hann fór frá hóteli pólska liðsins í Sopot til Sevilla. Á leið inn í rútuna kveikti hann sér í einni.

Szczesny var gripinn við reykingar tvisvar þegar hann lék með Arsenal. Hann reykti í búningsklefa Arsenal eftir tap gegn Southampton á Nýársdag árið 2015 og var sektaður um töluverða upphæð. Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir félagið eftir það.

Hann hefur einnig verið gripinn við reykingar áður með pólska landsliðinu. Landsliðið hefur þó ekki tekið á þessum ósið. Hann opnaði sig um atvikið hjá Arsenal í hlaðvarpi á síðasta ári.

„Á sínum tíma reykti ég reglulega og stjórinn vissi það. Hann vildi bara ekki að neinn væri að reykja í búningsklefanum og ég vissi það líka.“

„Það voru miklar tilfinningar eftir leik og þess vegna fékk ég mér sígarettu. Það sá þetta einhver og sagði stjóranum frá því sem sektaði mig. Hann henti mér líka út úr liðinu í nokkra leiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið