fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Eriksen útskrifaður af spítala – ,,Mun styðja liðið á mánudag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. júní 2021 18:05

Eriksen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Þar hefur hann verið frá því hann hneig niður í leik Dana og Finna á laugardag.

Flestir vita hvað gerðist á Parken á laugardag. Það var á 40. mínútu leiksins sem Eriksen hneig til jarðar og leikur var stöðvaður. Hjarta hans stöðvaðist en til allrar hamingju tókst bráðaliðum að koma því aftur í gang.

Eriksen var útskrifaður af spítalanum í dag. Hann fór í kjölfarið og hitti liðsfélaga sína þar sem þeir æfa í Helsingör. Eriksen mun svo eyða tíma með fjölskyldu sinni næstu daga.

Danska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Þar mátti sjá skilaboð frá Eriksen.

,,Takk fyrir allar kveðjurnar, það hefur verið ótrúlegt að sjá þær,“ var á meðal þess sem hann sagði. Þá tók hann einnig fram að nú myndi hann styðja liðsfélaga sína. ,,Það þarf varla að taka fram að ég mun styðja liðið á mánudag gegn Rússlandi.“ 

Yfirlýsingu danska knattspyrnusambandsins og Eriksen má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa

Viss um að Arsenal muni ekki klúðra titlinum – Aðrir byrjaðir að trúa
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar