fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Kai Havertz telur að stuðningsmenn Chelsea hafi gert óraunhæfar kröfur

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kai Havertz telur að stuðningsmenn Chelsea hafi gert óraunhæfar kröfur á hann og talið að nýr Cristiano Ronaldo væri á leiðinni til félagsins þegar hann fór frá Bayer Leverkusen til Chelsea síðasta sumar.

Havertz átti erfitt uppdráttar í London og skoraði aðeins eitt mark í fyrstu 23 leikjunum í ensku úrvalsdeildinni.
Þess má geta að Cristiano Ronaldo kom til Manchester United aðeins 18 ára og skoraði sex mörk á sínu fyrsta tímabili.

Tímabilið endaði vel fyrir Havertz en hann skoraði sigurmark Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Manchester City.

„Fólk bjóst við því að ég væri nýr Cristiano Ronaldo. En þetta gerist ekki svona hratt, allt var nýtt fyrir mig og ég spilaði ekki minn besta fótbolta í byrjun,“ sagði Havertz við Suddeutsche Zeitung.

„Þetta var allt önnur pressa en hjá Leverkusen.“

Havertz er nú með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu. Hann telur frammistöðu sína undir lok leiktíðar og sigurinn í Meistaradeildinni hjálpa sér á EM.

„Auðvitað gefur titillinn mér byr undir báða vængi og aukið sjálfstraust. Það þýðir ekki að vinna Meistaradeildina og klúðra svo EM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan