fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

EM: Magnaður Ronaldo er Portúgalar sóttu þrjú stig

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungverjaland og Portúgal mættust í fyrsta leik F-riðils á Evrópumótinu í knattspyrnu. Leiknum lauk með 0-3 sigri Portúgal. Cristiano Ronaldo komst í sögubækurnar er hann leiddi lið sitt inn á völlinn en hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að spila á fimm Evrópumótum.

Portúgalar voru sterkari í fyrri hálfleik en náðu lítið að skapa sér fram á við og skorti léttleika í sóknarleikinn en vörn Ungverja var sterk fyrir.

Seinni hálfleikur spilaðist á svipaðan hátt en það dró til tíðinda á 80. mínútu þegar Schon kom boltanum í netið en hann var rangstæður og VAR dæmdi markið af. Við þetta virtust Portúgalar vakna til lífsins og náði Guerreiro að brjóta ísinn á 84. mínútu leiksins.

Aðeins tveimur mínútum síðar fengu Portúgalar víti sem Cristiano Ronaldo skoraði örugglega úr. Hann bætti svo við öðru marki í uppbótartíma og gulltryggði sigur Portúgal.

Portúgal fer því á topp F-riðils með þrjú stig.

Ungverjaland 0 – 3 Portúgal
0-1 Guerreiro (´84)
0-2 Ronaldo (´87)
0-3 Ronaldo (90+2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við