fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Heimir vildi lítið tjá sig um tíu milljóna króna manninn – Hefur lítið komið við sögu

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 14. júní 2021 07:00

Guðmundur Andri Tryggvason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, vildi lítið tjá sig um Guðmund Andra Tryggvason í viðtali við Fótbolta.net eftir 2-1 tap liðsins gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í gær.

Guðmundur Andri kom til Vals frá Start í upphafi leiktíðar. Kaupverðið er talið hafa verið um 10 milljónir króna. Hann hefur þó aðeins komið við sögu í þremur leikjum til þessa, sem varamaður í þeim öllum.

Heimir var spurður út í stöðu Guðmundar Andra í viðtalinu í gær. Hann var þó pragmatískur í svörum.

„Hann kom inn á í dag og gerði fína hluti. Við byggjum ofan á það. Það verður að sýna þolinmæði í fótboltanum.“ 

Guðmundur Andri er 21 árs gamall kantmaður sem ólst upp hjá KR, hann gekk í raðir Víkings, á láni frá Start, sumarið 2019 og var frábær í efstu deild.

Guðmundur Andri fór svo aftur til Noregs en tók ekki þátt í deildarleik þar. Hann mætti því aftur til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum