fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Fer á eyju ástarinnar til að hefna sín á framhjáhaldi stjörnunnar

433
Mánudaginn 14. júní 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Connolly leikmaður Brighton og einn af efnilegri piltum enska fótboltans er í sárum, ástæðan er sú að fyrrum unnusta hans ætlar að taka þátt í Love Island þáttunum sem njóta mikilla vinsælda út um allan heim.

Samband Connolly og Lucinda Strafford sem bæði eru 21 árs hefur mikið verið í fréttum á Bretlandi. Ástæðan er sú að í mars braut Connolly reglur um útgöngubann þegar hann hélt framhjá Lucinda.


Connolly fékk þá lánaða íbúð hjá liðsfélaga sínum til þess að sofa hjá annari konu, ástarlotur þeirra voru teknar upp á myndband og fóru þær svo í dreifingu. Sambandið slitnaði um stutta stund en undanfarnar vikur hafa þau eytt tíma saman.

Það fór svo allt í háaloft á nýjan leik samkvæmt enskum blöðum þegar Lucinda tjáði Connolly það að hún væri á leið á eyju ástarinnar. Lucinda var flugfreyja en missti starfið á COVID tímum.

„Hann var verulega ósáttur þegar hún sagði honum frá Love Island,“ sagði heimildarmaður The Sun í málinu.

Lucinda er með verslun í dag sem heitir The Luxe Range og horfir hún á þáttinn sem góða leið til að markaðssetja hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Í gær

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga