fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Eriksen tjáir sig í fyrsta sinn eftir hjartastoppið á laugardag: „Mér líður bet­ur núna en vil skilja hvað gerðist“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júní 2021 09:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen leikmaður Inter og Danmerkur hefur sent frá sér stutta yfirlýsingu, ástæðan er hjartaáfall í miðjum leik á Evrópumótinu á laugardag.

Liðslæknir danska landsliðsins, Morten Boesen, hefur staðfest að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp í gær. Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Christian Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu á laugardag. Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Simon Kjær hughreystir eiginkonu Eriksen um helgina. Mynd/Getty

Nú er komið í ljós að hjarta Eriksen stöðvaðist í leiknum. ,,Hann var farinn. Við náðum honum til baka. Hversu nálægt því vorum við að missa hann? Ég veit það ekki,“ sagði Boesen.

Eriksen sendi frá sér yfirlýsingu. „Takk fyrir, ég mun ekki gefast upp,“ sagði Eriksen.

„Mér líður betur en ég vil skilja hvað gerðist, ég vil þakka öllum fyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar