fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hefur samþykkt að þéna yfir 15 milljarða á næstu fimm árum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. júní 2021 08:32

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

67 milljóna punda tilboði Manchester United í Jadon Sancho kantmann Borussia Dortmund var hafnað í gær, viðræður félaganna halda áfram og búast flestir við því að þau nái saman.

Dortmund vill 10 milljónum pundum meira til að byrja og fá greiðslurnar á fjórum árum en ekki fimm eins og United hefur boðið.

Manchester United á von á því að geta kynnt Sancho sem leikmann félagsins eftir að Evrópumótinu lýkur.

Sancho hefur sjálfur náð samkomulagi við United um kaup og kjör og segja ensk götublöð að hann muni þéna 350 þúsund pund á viku næstu fimm árin.

Sancho ræddi málið á fréttamannafundi í gær. „Auðvitað hafa strákarnir margar spurningar, þegar þú gerir vel er mikið af sögusögnum í gangi,“ sagði Sancho.

„Ég segi við strákana að nú sé ég að einbeita mér að fótboltanum. Við einbeitum okkur að Evrópumótinu,“ sagði Sancho sem mun þéna 60 milljónir á viku eða rúma 15 milljarða yfir árin fimm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot