fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Lengjudeild karla: Fram algjörlega óstöðvandi – Ótrúleg dramatík í Grafarvogi

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í 6. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Mikil dramatík var í tveimur leikjum.

Fram rúllaði yfir Selfoss á útivelli

Selfoss tók á móti Fram og átti aldrei möguleika.

Fred Saraiva kom gestunum yfir eftir rúmar tíu mínútur og bætti við marki eftir hálftímaleik. Staðan í hálfleik var 0-2.

Albert Hafsteinsson gerði svo þriðja mark Framara snemma í seinni hálfleik. Guðmundur Magnússon kom Fram í 0-4 með marki úr vítaspyrnu þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þar við sat.

Fram er á toppi deildarinnar með 18 stig, fullt hús. Selfoss er í næstneðsta sæti með 4 stig.

Ótrúleg endurkoma Fjölnismanna

Fjölnir tók á móti Víkingi Ólafsvík í Grafarvoginum og vann nauman sigur eftir ótrúlega dramatík.

Þorleifur Úlfarsson kom Víkingum yfir seint í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0-1.

Það stefndi allt í mjög óvæntan sigur botnliðsins þar til Fjölnir setti tvö mörk á þá seint í uppbótartíma. Fyrst skoraði Ragnar Leósson á 94. mínútu og svo Hilmir Rafn Mikaelsson á 95. mínútu. Mögnuð endurkoma staðreynd og lokatölur 2-1.

Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig. Víkingur er á botninum með 1 stig.

Grindavík með góðan sigur

Grindavík vann útisigur á Þrótti Reykjavík.

Sigurður Bjartur Hallsson kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Daði Bergsson jafnaði fyrir Þrótt á 37. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-1.

Oddur Ingi Bjarnason kom Grindavík aftur yfir eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik. Laurens Symons skoraði svo þriðja mark þeirra þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Sam Ford minnkaði muninn fyrir heimamenn úr víti í lokin. Lokatölur urðu 1-3.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig. Þróttur er í því tíunda með 4 stig.

Dramatískur sigur Kórdrengja

Kórdrengir tóku á móti Gróttu í Breiðholtið og úr varð spennandi leikur.

Davíð Þór Ásbjörnsson kom heimamönnum yfir eftir stundarfjórðung. Pétur Theódór Árnason var þó ekki lengi að jafna fyrir Gróttu. Staðan í hálfleik var 1-1.

Það stefndi í 1-1 jafntefli þegar Davíð skoraði sitt annað mark og þar með sigurmark Kórdrengja seint í uppbótartíma. Lokatölur urðu 2-1.

Kórdrengir eru í fjórða sæti deildarinnar með 11 stig. Grótta er í því fimmta með 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“