fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Rúnar Alex um lífið í London og hvernig það er að vera á milli tannana fólki – „Það hefði hjálpað að fá mömmuknús“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 6. júní 2021 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson segir að það hafi verið lærdómsríkt ferli að vera alltaf á milli tannana á fólki. Rúnar Alex sem er landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta samdi við stórlið Arsenal fyrir tæpu ári síðan. Rúnar fékk nokkur tækifæri með þessu stóra félagi á sínu fyrsta ári, mistök sem hann gerði urðu til þess að mikið var rætt og ritað um hann.

„Fyrst og fremst var þetta lærdómsríkt, mjög mikið að verkefnum sem maður þurfti að fara í gegnum. Frumraun í ensku úrvalsdeildinni, spila í Evrópudeildinni og bikarnum sem ég er stoltur af. Það var fullt af erfiðum köflum, fyrst og fremst var þetta lærdómsríkt. Hefur kennt mér rosalega mikið um sjálfan mig,“ sagði Rúnar Alex á fréttamannafundi hjá íslenska landsliðinu í dag.

Getty Images

Rúnar Alex mun að öllum líkindum byrja leikinn gegn Póllandi á þriðjudag. Hann segir að ekkert hefði getað undirbúið sig undir fyrsta tímabilið með Arsenal í Lundúnum. „Það var krefjandi, það er ekkert sem getur undirbúið þig undir það. Mér finnst ég heilsteyptur einstaklingur, það þarf mikið til að ég ofhugsi hlutina. Það er mjög erfitt að vera í svona stóru liði, þú ert mikið á milli tannana á fólki. Það fylgir því rosalega mikil pressa en þetta hefur kennt mér mjög mikið um sjálfan mig.

Rúnar kveðst hafa bætt sig sem leikmaður á þessu ári en leggur líka áherslu á bætingu á öðrum sviðum. „Bæði innan og utan vallar, mér finnst það mjög mikilvægt. Ég vil ekki bara vera fótboltamaður þegar ég hætti, ég vil líka vera góð manneskja. Þetta hefur hjálpað mér mikið innan og utan vallar.

Getty Images

Rúnar fékk flest tækifæri sín snemma á tímabilinu en þeim fækkaði svo. „Ég vissi í hvaða stöðu ég var að fara. Það var alltaf talað um samkeppni, ég ætti að veita þeim sem fyrir voru samkeppni og mögulega myndu koma menn á eftir mér inn. Sá sem er svo að standa sig best fær þau tækifæri sem hann á skilið. Af hverju fékk ég að spila talsvert í byrjun? Ég átti það skilið að fá þessi tækifæri, mér fannst ég spila vel fram að Manchester City leiknum. Menn eiga lélega leiki og ég þurfti að takast á við það.“

Líkur eru á að Arsenal láni Rúnar Alex í sumar, hann væri klár í slíkt en óvíst er þó hvað gerist.

„Já aðeins, eins og staðan er núna er það bara ég og Bernd Leno í aðalliðinu. Við þurfum að taka á því þegar þar að kemur, hvort ég fari á lán eða verði þarna í því hlutverki að vera varmarkvörður eða þriðji markvörður. Ég sakna þess að spila en ég tek þessu eins og það kemur. Við byrjum að æfa í byrjun júlí og þá sé ég stöðuna betur.“

Rætt hefur verið um Rúnar sem næsta markvörð landsliðsins í nokkur ár en hingað til hefur honum ekki tekist að taka stöðuna af Hannesi Halldórssyni.

„Það myndi hjálpa mér að spila reglulega en Hannes var ekkert alltaf að spila með sínu félagsliði. Það er engin skylda eða reglur í þessu. Ég reyni fyrst og fremst að grípa þá sénsa sem ég fæ.“

Getty Images

Rúnar upplifði sitt fyrsta ár í London þar sem útgöngubann ríkti stærstan hluta og hefur hann ekki hitt fjölskyldu sína um langt skeið.

„Þetta var rosalega skrýtið ár og tímabil, ég er ekki ennþá búinn að hitta mömmu mína eða ömmu frá því í maí í fyrra. ÉG hef ekki hitt fjölskylduna og bestu vini mína, andlega hefur þetta tekið á. Til þess að spila sem best innan vallar þá þarf þér að líða vel utan vallar, ekki það að mér hafi liðið illa. Það hefði hjálpað að fá mömmuknús, fara inn til London og fá sér kaffibolla eða út að borða. Bara til þess að hætta að hugsa um fótbolta. Ég var með fjölskylduna mína, dóttur mína og hundinn. Ég hafði eitthvað að gera, maður fattar það á svona tímum hvað lífið utan vallar skiptir miklu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag