fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Sigur í Færeyjum – Frammistaðan ekkert til að hrópa húrra fyrir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júní 2021 20:47

Mikael Neville Anderson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið sigraði það færeyska í vináttulandsleik ytra í kvöld. Frammistaða íslenska landsliðsins að stærstum hluta var fremur slök.

Heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum. Íslendingar ógnuðu lítið fram á við en áttu þó besta færi hálfleiksins. Þá átti Jón Daði Böðvarsson bolta fram völlinn á Birki Bjarnason sem kom með góða fyrirgjöf á Kolbein Sigþórsson. Sá síðastnefndi var í afar góðu færi en skaut beint á Teit Gestsson í marki Færeyja. Staðan í hálfleik var markalaus.

Í upphafi seinni hálfleiks leit út fyrir að það sama yrði upp á teningnum. Íslendingar náðu þó að hressa aðeins upp á sóknarleikinn með innkomu þeirra Alberts Guðmundssona, Mikaels Neville Anderson og Stefán Teits Þórðarsonar. Ísland skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Þá færði færði Birkir Bjarnason boltann upp völlinn, kom honum út til hægri á Albert sem skallaði boltann fyrir fætur Mikaels. Hann afgreiddi boltann svo glæsilega í fjærhornið. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.

Leikurinn róaðist aftur mikið eftir þetta. Færeyingar virtust ekki líklegir til að jafna og Íslendingar ekki til þess að bæta við. Á 85. mínútu átti Ögmundur Kristinsson þó virkilega mikilvæga vörslu þegar Petur Knudsen slapp í gegn og átti bara eftir að setja boltann í markið. Heimamenn komu boltanum svo í netið í uppbótartíma en þá var dæmt rangstaða.

Lokatölur 0-1 fyrir Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool