fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Sigur í Færeyjum – Frammistaðan ekkert til að hrópa húrra fyrir

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júní 2021 20:47

Mikael Neville Anderson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið sigraði það færeyska í vináttulandsleik ytra í kvöld. Frammistaða íslenska landsliðsins að stærstum hluta var fremur slök.

Heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum. Íslendingar ógnuðu lítið fram á við en áttu þó besta færi hálfleiksins. Þá átti Jón Daði Böðvarsson bolta fram völlinn á Birki Bjarnason sem kom með góða fyrirgjöf á Kolbein Sigþórsson. Sá síðastnefndi var í afar góðu færi en skaut beint á Teit Gestsson í marki Færeyja. Staðan í hálfleik var markalaus.

Í upphafi seinni hálfleiks leit út fyrir að það sama yrði upp á teningnum. Íslendingar náðu þó að hressa aðeins upp á sóknarleikinn með innkomu þeirra Alberts Guðmundssona, Mikaels Neville Anderson og Stefán Teits Þórðarsonar. Ísland skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu. Þá færði færði Birkir Bjarnason boltann upp völlinn, kom honum út til hægri á Albert sem skallaði boltann fyrir fætur Mikaels. Hann afgreiddi boltann svo glæsilega í fjærhornið. Þetta var hans fyrsta landsliðsmark.

Leikurinn róaðist aftur mikið eftir þetta. Færeyingar virtust ekki líklegir til að jafna og Íslendingar ekki til þess að bæta við. Á 85. mínútu átti Ögmundur Kristinsson þó virkilega mikilvæga vörslu þegar Petur Knudsen slapp í gegn og átti bara eftir að setja boltann í markið. Heimamenn komu boltanum svo í netið í uppbótartíma en þá var dæmt rangstaða.

Lokatölur 0-1 fyrir Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 3 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak