fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
433Sport

Rafn áhyggjufullur: „Er það ráðningin á nýjum þjálfurum, er eitthvað hjá KSÍ?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. maí 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan á íslenska landsliðinu var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Rafn Markús Vilbergsson sérfræðingur þáttarins hefur áhyggjur af stöðu mála.

Rafn Markús hefur áhyggjur eins og margir aðrir af því að bestu leikmenn liðsins gefi ekki kost á sér í núverandi verkefni. Arnar Þór Viðarsson hefur ekki farið í felur með vonbrigði sín að fá ekki bestu mennina í verkefnið.

Ísland lék gegn Mexíkó á laugardagskvöld þar sem liðið tapaði 2-1 en liðið leikur svo gegn Færeyjum og Póllandi.

„Þetta er eins og við séum komin 10-15 ár aftur í tímann. Maður er hræddur um þetta miðað við allan uppganginn síðustu ár, þetta er skringileg staða sem er komin upp. Þetta er einhvern veginn ekki staðan sem var þegar Heimir eða Lars voru með þetta. Maður hefur áhyggjur af því að þetta sé ekki það sama, að menn vilji koma og spila fyrir landsliðið. Hver sem ástæðan er, það er greinilega ekki eins spennandi að koma og spila fyrir landsliðið í dag eins og fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði Rafn Markús í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Rafn Markús veltir því upp hvað sé að baki, venjan hafi verið síðustu ár að bestu leikmenn liðsins mæti í öll verkefni.

„Hver er ástæðan fyrir þessu og af hverju er þessi breyting á örfáum árum? Er það ráðningin á nýjum þjálfurum, er það vandamálið? Er eitthvað hjá KSÍ? Hver er ástæðan fyrir þessum breytingum? Það vildu allir spila með landsliðinu fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Rafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hjólar í sína fyrrum liðsfélaga – ,,Ótrúlega flatt, bara vond frammistaða“

Hjólar í sína fyrrum liðsfélaga – ,,Ótrúlega flatt, bara vond frammistaða“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liðsfélagar Gylfa vilja að hann sé nafngreindur – Stjarna liðsins sögð ósátt við hringingar frá íslenska landsliðsmanninum

Liðsfélagar Gylfa vilja að hann sé nafngreindur – Stjarna liðsins sögð ósátt við hringingar frá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég er ekki stelpan“ – Vísar slúðursögum um sig og Gylfa á bug – Segist verða fyrir hræðilegri áreitni

„Ég er ekki stelpan“ – Vísar slúðursögum um sig og Gylfa á bug – Segist verða fyrir hræðilegri áreitni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

James Rodriguez í stuði í Bandaríkjunum- sjáðu markið

James Rodriguez í stuði í Bandaríkjunum- sjáðu markið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lið fer heim af Rey Cup vegna smits

Lið fer heim af Rey Cup vegna smits