fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hljóðbrot sem átti að fara til félaga lak út – „Þetta eru helvítis trúðar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Redknapp sérfræðingur Sky Sports kallar stjórnarmenn Tottenham trúða í hljóðbroti sem hann sendi á félaga sinn en hefur nú lekið út.

Redknapp var að útskýra fyrir vini sínum af hverju Tottenham ákvað að reka Jose Mourinho úr starfi fyrir viku síðan. Ástæðan virðist fyrst og síðast vera fjárhagsleg.

„Ég heyrði að þetta hefði með stöðuna í deildinni að gera, ef Tottenham myndi reka hann með liðið í efstu fjórum þá fengi hann 30 milljónir punda,“ segir Redknapp.

„Ef þeir hefðu rekið hann í efstu sex sætunum þá hefði hann fengið aðra upphæð. Sú staðreynd að þeir hafi rekið hann þegar liðið er ekki í topp sex, þá eru þetta 4-5 milljónir punda,“ segir Redknapp.

Athygli vakti að Mourinho var rekinn nokkrum dögum fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum þar sem Tottenham tapaði í gær gegn Manchester City.

„Þess vegna gerir það Daniel Levy núna frekar en að bíða. Ég veit ekki af hverju þeir gera þetta fyrir úrslitaleikinn, þetta eru helvítis trúðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík