Newcastle og Liverpool skildu jöfn, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Newcastle jafnaði í uppbótartíma. Fyrr í uppbótartímanum komu þeir boltanum í netið en þá var markið dæmt af. Atvikið var umdeilt.
Boltinn strauk hendi Callum Wilson þegar leikmaðurinn fór framhjá Allison áður en hann setti boltann í netið. Það virtist þó ekki vera mikið sem Wilson gat gert að því og því vakti sú ákvörðun að dæma markið af reiði margra stuðningsmanna Newcastle. Notast var við hina umdeildu myndbandsómgæslu í atvikinu. Hér má sjá mynd af því þegar boltinn strauk Wilson:
VAR said this was a handball 🥴 pic.twitter.com/hpaAH2HBX0
— Goal (@goal) April 24, 2021
Steve Bruce, stjóri Newcastle, var vitaskuld glaður með að sínir menn hafi þó jafnað leikinn en hann gaf sér þó tíma í að ræða ofangreint atvik.
,,Við munum eyðileggja öll mörk ef við pössum okkur ekki á þessum VAR bulli,“ sagði Bruce.