fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Real Madrid rétt ná í lið í kvöld

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid verða án Valverde í kvöld þegar liðið mætir Getafe þar sem leikmaðurinn var í nánum samskiptum við manneskju sem smituð er af Covid-19. Leikmaðurinn hefur sjálfur greinst neikvæður fyrir veirunni skæðu en fær ekki að vera með.

Þetta gerir það að verkum að Zidane, þjálfari Madrídinga, hefur aðeins úr 12 útileikmönnum að moða í kvöld vegna meiðsla, banna og Covid-19.

Eden Hazard, Sergio Ramos, Raphael Varane, Lucas Vazquez, Dani Carvajal, Casemiro, Nacho Fernandez, Valverde og Ferland Mendy eru dæmi um leikmenn sem geta ekki verið með liðinu í kvöld. Þá hefur Zidane aðeins um þrjá miðjumenn að velja í kvöld en það eru Modric, Kroos og Isco. Ljóst er að ungu strákarnir úr akademíunni verða að stíga upp í kvöld fái þeir tækifæri til.

Madrid mega alls ekki tapa stigum í deildinni en baráttan um titilinn er afar hörð. Atlético er í toppsætinu með 67 stig, Real í 2. sæti með 66 stig og Barcelona í 3. sæti með 65 stig.

Leikur Getafe og Real Madrid hefst á slaginu 19:00 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“