fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Liverpool úr leik – Manchester City áfram í undanúrslit.

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 21:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Á Anfield í Liverpool tóku heimamenn á móti Real Madrid. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-1 sigri Real Madird og því þurfti Liverpool að vinna upp gott forskot í leiknum í kvöld.

Leikur kvöldsins endaði með markalausu jafntefli og því er Liverpool úr leik með samanlögðu 3-1 tapi.

Á Signal Iduna Park í Þýskalandi tók Dortmund á móti Manchester City. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Manchester City.

Jude Bellingham kom Dortmund yfir með marki á 15. mínútu. Riyad Mahrez jafnaði leikinn fyrir Manchester City með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu og það var síðan Phil Foden sem tryggði City 2-1 sigur með marki á 75. mínútu.

Manchester City fer því áfram með samanlögðum 4-2 sigri úr einvíginu.

Manchester City mætir PSG í undanúrslitum og Real Madrid mætir Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag