fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Svitnaði með kærustunni til að finna gleðina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo æfði með unnustu sinni í gær til að reyna að finna gleðina og létta sér lundina eftir erfiðan sunnudag, Ronaldo birti myndir af sér í gær í ræktinni með Georgine Rodriguez. Ronaldo leikmaður Juventus er ekki í góðu skapi þessa dagana enda gengi Juventus ekki verið gott á þessu tímabili. Juventus hefur verið í áskrift af sigri í Seriu A síðustu ár en liðið mun ekki vinna deildina í ár. Liðið er tólf stigum á eftir toppliði Inter.

Þá féll Juventus úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Porto, Ronaldo missti svo stjórn á sér í fyrradag þegar Juventus vann Genoa.

Juventus vann 3-1 sigur en Ronaldo skoraði ekki, það fór verulega í taugarnar á Ronaldo sem fór ekki í felur með það. Að leik loknum tók hann treyjuna sína og henti henni í grasið.

Ronaldo var ósáttur með samherja sína og kýldi í vegg þegar hann gekk inn í búningsklefa, ítalskir fjölmiðlar segja frá.

Þar kemur fram að hann sé ósáttur með leikmannahóp Juventus og að hann geri kröfu á að félagið styrki leikmannahópinn all hressilega í sumar. Juventus hefur hins vegar sagt að félagið hafi ekki mikla fjármuni til að kaupa í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Í gær

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við