fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

United ætlar að losa sig við Juan Mata í sumar – Þrjú stórlið á Ítalíu hafa áhuga

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juan Mata hinn geðþekki leikmaður Manchester United er á förum frá félaginu í sumar, ef marka má fréttir í Bretlandi.

Samningur Mata við Manchester United rennur út í sumar en möguleiki er fyrir félagið að framlengja hann um eitt ár.

Ensk blöð segja að félaigð ætli sér ekki að nýta sér klásúlu um að framlengja samning Mata.

Mata er 32 ára gamall en hann var keyptur til United í janúar árið 2014 af David Moyes. Hann hefur síðan leikið undir stjórn Louis van Gaal, Jose Mourinho og nú Ole Gunnar Solskjær.

Mata hefur verið í algjöru aukahlutverki á þessu tímabili og fengið fá tækifæri, Mata þénar um 150 þúsund pund á viku hjá United í dag.

Mata er vel liðinn á meðal samherja sinna en þessi snjalli spilari frá Spáni lék áður með Chelsea. Í fréttum kemur fram að Juventus, Inter og Roma hafa öll áhuga á Mata í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina