fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Segir Bruno Fernandes pirra sig á leikmönnum Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 14:16

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Wright fyrrum leikmaður Arsenal segist greina meiri og meiri pirring hjá Bruno Fernandes leikmanni Manchester United.

Fernandes er búinn að vera i herbúðum United í rúmt ár og hefur náð að bæta gengi liðsins mikið, Wright telur að samherjar Fernandes fari stundum í taugarnar á honum.

„Ég horfi á Bruno Fernandes og hann virðist pirra sig meira og meira á samherjum sínum, ég upplifi þetta þegar ég horfi á hann,“ sagði Wright.

Bruno er mikill leiðtogi innan vallar og oft má sjá hann bölva þegar hlutirnir ganga ekki upp. „Ég vil ekki að fólk túlki þetta á rangan hátt, ég er ekki að grafa undan honum. Hann er leiðtogi, hann er augljósi leiðtogi Manchester United. Það er mjög augljóst.“

„ Dennis Bergkamp var leiðtogi Arsenal innan vallar, ég sá hann aldrei verða svona pirraðan út í samherja sína. Ef hlutirnir ganga ekki upp þá verður Fernandes fljótur að pirrast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sarri fór í hjartaaðgerð

Sarri fór í hjartaaðgerð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?

Óvænt endurkoma til Englands í kortunum?
433Sport
Í gær

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi