fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Það eru bara tvö félög sem Mbappe er til í að fara til

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe leikmaður PSG er aðeins til í að fara til Real Madrid eða Liverpool, ákveði hann að yfirgefa PSG í sumar.

Draumur þessa magnaða knattspyrnumanns hefur alltaf verið að spila fyrir Real Madrid en skref til Liverpool heilar líka. L’Equipe í Frakklandi segir frá.

Samningur Mbappe við PSG rennur út sumarið 2022. Félagið gæti því verið í þeirri stöðu í sumar að þurfa að selja hann eða eiga í hættu á að missa hann frítt.

Árið 2017 þegar ungur Mbappe var að fara frá Monaco til PSG þá hafði Liverpool áhuga, svo mikinn áhuga að eigandi félagsins flaug til Monaco á einkaflugvél sinni.

John W Henry tók Mbappe á rúntinn í einkaflugvél sinni og þar ræddu þeir málin í tvær klukkustundir á meðan vélin flaug yfir Nice og aðra nærliggjandi staði. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool tók upp símann og reyndi að sannfæra hann.

Á endanum valdi Mbappe að fara til PSG en í sumar gæti Liverpool aftur átt möguleika, Mbappe er með stóran samning við Nike sem sér um allan fatnað Liverpool. Það gæti hentað báðum merkjum að fá ofurstjörnu inn á Anfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Í gær

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu