„Ég hef þurft að glíma við kvíða frá unga aldri, mín leið til að eiga við það er að ræða það með opnum huga,“ segir Jökull Andrésson, atvinnumaður í knattspyrnu um sín andlegu vandamál.
Jökull er í eigu Reading á Englandi en markvörðurinn knái er á láni hjá Exeter City í neðri deildum. Þar er hann vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins.
„Þetta er eitthvað sem ég tek mjög alvarlega, það er of mikið af fólki þarna úti sem heldur að það sé slæmt að ræða sín vandamál. Það getur hjálpað þér mikið og ég mæli með því fyrir alla að prufa það. Ef einhver þarf að ræða sín mál, má alltaf hafa samband við mig,“ segir þessi 19 ára drengur
Jökull var 16 ára gamall þegar hann gekk í raðir Reading frá Aftureldingu. . „Ég hef talað við mikið af sérfræðingum til að hjálpa mér, það hefur hjálpað mér gríðarlega að ræða mín vandamál. Þegar þú byrjar að ræða málin þá eru vandamálin ekki jafn stór, þegar þú ert með kvíða virðast vandamálin risastór.“
Jökull ráðleggur öllum sem glíma við kvíða að ræða sín vandamál, ef þau treysta sér til.
„Ég vil tala um þetta, ég vona að fólk með kvíða geri sitt besta til að ræða málin við einhvern. Það getur verið mamma eða pabbi, það skiptir engu máli. Þegar þú getur rætt
💬 "I've had to deal with anxiety since I was really young and my best way to deal with it was to talk about it and be open minded about it."
🗣 @JokullAndresson opens up on why it's important that we talk on @TimetoChange 'Time to Talk' day 👇#ECFC #InYourCorner pic.twitter.com/ijOHwPmVpf
— Exeter City FC (@OfficialECFC) February 4, 2021