fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Rak á eftir blaðamanni í viðtali eftir fyrsta sigurleikinn – „Flýttu þér ég vil komast heim til konunnar“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 21:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United var að vonum sáttur eftir að hans menn tryggðu sér sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu með 1-0 sigri gegn Newcastle United.

Wilder hafði engan tíma til þess að fara í viðtal eftir leik, hann vildi komast heim til konunnar sinnar. Hann sló á létta strengi í viðtalinu og rak á eftir blaðamanninum sem tók viðtalið.

„Flýttu þér Pat, ég vil komast heim til konunnar minnar,“ sagði Chris Wilder óþreygjufullur.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 72. mínútu. Dæmd var hendi, innan teigs, á Federico Fernandez, varnarmann Newcastle og þar með vítaspyrna fyrir Sheffield. Billy Sharp, tók spyrnuna og skoraði af öryggi framhjá Karl Darlow í marki Newcastle.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og fyrsti sigur Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, staðreynd. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni

Viktor Daði byrjaði í fræknum sigri danska liðsins á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah

Van Dijk vill ekki segja frá því hvað hann ræddi við Salah
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Reykjavíkurmótið rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik