fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Mörgum blöskrar matarpakkinn sem fólk í neyð fær – Forsætisráðherra lofar að leiðrétta málið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford, framherji Manchester United hefur síðasta árið barist fyrir því að börn í Bretlandi fari ekki svöng að sofa. Börn sem treysta á máltíðir í skólakerfinu hafa upplifað erfiða tíma vegna kórónuveirunnar.

Skólum hefur ítrekað verið lokað og þannig er staðan í Bretlandi þessa dagana, til að tryggja að börnin færu ekki svöng í gegnum daginn lagði ríkisstjórnin til fjármuni á þessum tímum.

Hver fjölskylda sem glímir við fjárhagsvandræði fær matarpakka heim til sín, pakkinn sem afhentur var í vikunni hefur hins vegar vakið mikla reiði. „Matur í þrjá daga fyrir heila fjölskyldu,“ skrifar Rashford með pakka af mat sem fátæk fjölskylda fékk heim til sín.

GettyImages

Maturinn sem á að koma til fjölskyldu á að kosta 30 pund, ef farið væri út í búð að versla þennan mat sem sjá má hér að neðan. Myndi hann kosta í kringum 5 pund samkvæmt útreikningi Rashford.

Rashford gengur hart fram í þessum málum og hefur fengið mikið lof fyrir, í morgun ræddi hann við Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands um stöðu mála.

„Átti gott spjall við forsætisráðherrann, hann lofaði mér því að laga þetta mál er varðar matarpakkana og sagði að málið væri til skoðunar og yrði leiðrétt. Hann var sammála mér að miðað við myndirnar á Twitter að þetta væri óboðlegt,“ skrifar Rashford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark

Magnaður Messi minnti á gamla tíma og skoraði stórkostlegt mark
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra