fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
433Sport

Leikmaður Manchester City aftur í sóttvarnarskandal – „Covidiot“

Alexander Máni Curtis
Sunnudaginn 10. janúar 2021 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Mendy eða „Covidiot“ eins og hann hefur verið titlaður í breskum miðlum undanfarið hefur verið gripinn við að brjóta sóttvarnarlög og ekki í fyrsta sinn.

Gamlárskvöld hélt Mendy teiti þar sem sóttvarnarlög voru brotinn og var hann harðlega gagnrýndur fyrir það í breskum fjölmiðlum en í þetta sinn tók hann að sér gest sem hefði átt að vera í sóttkví.

Mendy flaug Claudiu Marino til sín frá Grikklandi og dvaldi hún á heimili leikmannsins á meðan hún hefði átt að vera í sóttkví en Bresk sóttvarnarlög eru ekki ólík þeim Íslensku en við komu frá öðru landi er 14 daga sóttkví eða sekt.

Samskipti Mendy og Claudio fóru fram síðastliðið sumar og dvaldi hún hjá honum á milli 29. júní til 2.júlí.

Claudia sem samkvæmt heimildum sendi Mendy mynd af sóttvarnarlögum svaraði Mendy „Þú gistir hjá mér þeir eru ekkert að tékka á þessu“.

Claudia hefur játað sig seka um aðild í málinu en hún segist vita hvernig fótboltamenn hugsi en að hann hafi verið einhleypur og enginn hlotið skaða.

Mendy sem virðist hafa tekið hana með sér í allar sínar ferðir en Claudia greinir frá að hún hafi komið með honum til tannlæknis í Leeds.

Þrátt fyrir brot sitt á sóttvarnarlögum á gamlárskvöld var hann í hóp gegn Chelsea og tjáði Pep Guardiola sig um leikmanninn.

„Hann hefur játað sig sekan og veit hvað hann gerði rangt og mun læra af mistökum sínum, hann er hluti af sterkum hóp“.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi

Klopp biðst afsökunar en segir málið vera storm í vatnsglasi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Efast um vegferðina og segir að Gylfi myndi ekki kveikja í stóru strákunum

Efast um vegferðina og segir að Gylfi myndi ekki kveikja í stóru strákunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig

Eftir erfiða tíma eru Rússar agndofa eftir þessar brellur Arnórs Sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu kostulegt atvik í kvennaboltanum í gær

Sjáðu kostulegt atvik í kvennaboltanum í gær
433Sport
Í gær

Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum – 100 manns mega mæta

Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum – 100 manns mega mæta
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins klár – Kemst Chelsea í undanúrslit? – Ná Evrópumeistararnir að stöðva Mbappe?

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins klár – Kemst Chelsea í undanúrslit? – Ná Evrópumeistararnir að stöðva Mbappe?