Balotelli leikur nú með Brescia í næst efstu deild Ítalíu en áður hefur hann leikið með Manchester City og Liverpool á Englandi. Undanfarið hefur ferillinn hans legið niður á við en svo virðist þó vera sem ástarlífið sé í fullum blóma. Balotelli trúlofaðist Alessiu Messina, en hún hefur verið stjarna í ítölsku útgáfunni af þáttunum Big Brother.
https://www.instagram.com/p/CFeeuOJDOwh/
Alessia er 27 ára gömul fyrirsæta og áhrifavaldur en hún er með rúmlega hálfa milljón fylgjenda á Instagram. Þau hafa verið saman í um mánuð en sagt er að þau hafi nú þegar hitt foreldra hvors annars. „Ég er trúlofaður og ég er ástfanginn,“ er haft eftir Balotelli í ítölsku tímariti.
https://www.instagram.com/p/CCVzB_sKWUf/