Víkingur hefur komist að samkomulagi við Venezia FC um félagaskipti Óttars Magnúsar Karlssonar, en liðið spilar í Serie B á Ítalíu.
Óttar er uppalinn Víkingur og hefur spilað frábærlega í sumar. Hann kom til Víkings úr atvinnumennsku sl. sumar og átti stóran þátt í því þegar Víkingar urðu bikarmeistarar. Óttar Magnús er markahæsti leikmaður Víkings í Pepsi Max deildinni í ár og einn af markahæstu leikmönnum mótsins.
,,Knattspyrnudeild Víkings óskar Óttari alls hins besta og hlakkar til að fylgjast með honum á Ítalíu.”