Derby County er langt komið í viðræðum við Fiorentina um kaup á Bobby Duncan, framherja félagsins, sem kom fyrir ári síðan.
Þessi 19 ára framherji gerði allt vitlaust hjá Liverpool fyrir ári síðan þegar hann vildi komast burt frá félaginu.
Duncan, sem er frændi Steven Gerrard, kostaði FIorentina 1,8 milljón punda en hann hefur ekki spilað eina einustu sekúndu á Ítalíu.
Saif Rubie, umboðsmaður Duncan, var ósáttur þegar skjólstæðingur hans fékk ekki að fara frá Liverpool. ,,Við áttum fund með Liverpool á síðustu leiktíð. Þar var okkur boðið að finna félag fyrir hann. Þeir vissu að Bobby var ekki ánægður hjá félaginu,“ sagði Rubie í fyrra.
,,Bobby missti af leik með varaliðinu í síðustu viku því hann glímir við andleg vandamál, mikla streitu sem hann upplifir vegna þess að félagið ætlaði að leyfa honum að fara en félagið bannar það núna.“
Duncan er nú nálægt því að ganga í raðir Derby og mun fara fyrst um sinn í varalið félagsins.