fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

„Ræfillinn keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson, sem leikur með Val í Pepsi Max-deildinni, leitar að ökumanni sem keyrði aftan á dóttur hans. Birkir auglýsir eftir ökumanninum á Twitter-síðu sinni.

Ökumaðurinn sem um ræðir var, samkvæmt Birki á ljósbláum bíl af gerðinni KIA Soul. „Ef þið sjáið ljósbláan KIA Soul með V í númerinu sem er beyglaður að framan þá er það sennilega ræfillinn sem keyrði aftan á dóttur mína og skildi hana eftir grátandi og í sjokki á miðri Snorrabraut,“ segir Birkir í tísti sínu um ökumanninn. „Ökumaðurinn var með dökkt krullað hár, með hatt og berfættur. Ef einhver kannast við kauða þá má endilega láta mig vita.“

Maður nokkur hvetur Birki til að tilkynna atvikið til lögreglu í athugasemd. „Við erum búin að því,“ segir Birkir og bætir við að málið sé í ferli. „Bara óþolandi að hinn ökumaðurinn þurfi ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum ef hann finnst ekki.“ Þá spyr annar hvort það sé í lagi með dóttur hans. „Já, bara smá verkur í hálsinum og bakinu en ekkert alvarlegt,“ segir Birkir.

Annar notandi gefur Birki góð ráð sem nýta má þegar maður lendir í svona aðstæðum. „Fara til læknis og fá vottorð og tilheyrandi. Bak- og hálsmeiðsli get verið mjög leiðinleg, og komið upp aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag