fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Landsliðshópur Íslands gegn Englandi – Flestir lykilmenn Íslands mæta ekki til leiks

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir lykilmenn Íslands mæta ekki til leiks þegar liðið mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson mæta ekki til leiks.

Ástæðan er misjöfn en Jóhann Berg og Alfreð hafa verið meiðslum hrjáðir síðustu ár. Þá er Ragnar Sigurðsson meiddur þessa stundina.

Andri Fannar Baldursson leikmaður Bologna er í hópnum en hann hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í Seriu A og þá er bakvörðurinn Alfons Sampsted í hópnum.. Þá er Viðar Örn Kjartansson ekki með en hann gekk í dag í raðir Valerenga.

Hólmbert Aron Friðjónsson sem raðað hefur inn mörkum með Álasundi í Noregi fær tækifærið í hópnum og Kolbeinn Sigþórsson er heill heilsu.

Fjórir markmenn eru valdir í hópinn en Hannes Þór Halldórsson sleppir seinni leiknum gegn Belgíu og sömu sögu er að segja af Kára Árnasyni. Ástæðan er sú að þeir yrðu að fara í sóttkví við heimkomu og yrðu þá ekki leikfærir með sínum félagsliðum.

Hópurinn:
Hannes Þór Halldórsson | Valur
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos
Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO
Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford

Ari Freyr Skúlason | KV Oostende
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva
Kári Árnason | Víkingur R.
Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98
Sverrir Ingi Ingason | PAOK
Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia
Jón Guðni Fjóluson
Alfons Sampsted | Bodø/Glimt
Hjörtur Hermannsson | Bröndby
Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn

Birkir Bjarnason | Brescia
Emil Hallfreðsson
Andri Fannar Baldursson | Bologna
Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF
Mikael Neville Anderson | Midtjylland

Jón Daði Böðvarsson | Millwall
Kolbeinn Sigþórsson | AIK
Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla