fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Kári ósáttur og vill að eitthvað verði gert: ,,Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu“

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 15:53

Víkingar sakna Kára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, landsliðsmaður, ræddi við Fótbolta.net í dag um leik KR og Víkings R. um helgina.

Kári fékk að líta beint rautt spjald í 2-0 tapi gegn KR en hann var einn af þremur sem fékk reisupassann.

Bæði Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu einnig beint rautt spjald og voru þeir dómar umdeildir.

Kári viðurkennir að hans spjald verði ekki tekið til baka en vonast til að hin tvö spjöldin fái ekki að standa.

„Mitt spjald yrði aldrei tekið til baka en hin tvö spjöldin eru það mikið út úr kortinu að það verður að vera hægt að gera eitthvað í þessu,“ sagði Kári við Fótbolta.net.

,,Ég skil þetta ekki. Þetta dómarateymi getur ekki dæmt fleiri leiki í þessari deild. Ég veit ekki hvað gerðist hjá honum greyinu.“

Kári vitnar þar í dómarann Helga Mikael sem dæmdi leikinn en nánar má lesa viðtalið á síðu Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Í gær

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna